Um okkur

 

 

Umhverfismálið hefur það að markmiði að útrýma einnota kaffimálum á Íslandi. Við trúum því að samfélagsleg ábyrgð og sjálfbærni séu lykillinn að grænni framtíð og sækjum innblástur í hringrásarhagkerfið. Nú sem aldrei fyrr þurfum við að taka saman höndum og hlúa að umhverfinu. Framtíðin er ekki einnota og það er mikilvægt að við temjum okkur að hugsa um hana þannig.

Það leikur enginn vafi á því að umhverfismálin verða mikilvægustu málefni komandi kynslóða. Umhverfismálið, sem er búið til úr endurunnum kaffikorgi ásamt öðrum náttúrulegum bindiefnum, er eins umhverfisvænt og það gerist og því „umhverfismál“ í orðsins fyllstu merkingu. Það að endurvinna kaffikorg til að framleiða fjölnota kaffimál gerir upplifunina við kaffidrykkju mun ríkari. Upplifunin er hreinlega allt önnur, og mikið umhverfisvænni. Ímyndaðu þér að drekka kaffi úr kaffi. Kaffimálið sem þú drekkur úr var eitt sinn kaffið í kaffibollanum þínum.

Til að binda saman kaffikorginn eru notaðar niðurbrjótanlegar líffjölliður (e. biopolymers) sem eru unnar úr beðmi, sterkju, viði, náttúrulegri kvoðu og olíum. Því er bindiefnið algjörlega laust við alla hráolíu, melamín kvoðu eða plastagnir. Umhverfismálið má setja í uppþvottavél, er 100% endurvinnanlegt og brotnar niður í náttúrunni.

Í hvert skipti sem þú notar Umhverfismálið sparar þú umhverfinu rusl í formi einnota kaffimáls. Með því að nota Umhverfismálið þá færðu 40 kr afslátt hjá t.d. Te og Kaffi og Kaffitár. Hvert skipti skiptir máli.

Það er okkur hjartans mál að bjóða upp á umhverfisvænasta fjölnota kaffimál á Íslandi og gera kaffisopann enn betri.

 

Umhverfismálið er nú fáanlegt hér á heimasíðunni en einnig hjá Kaffibrugghúsinu á Granda í Reykjavík, Geirabakarí í Borgarnesi og í Víkurskálanum í Bolungarvík.